Versla

Í tilefni söfnunarinnar og til stuðnings hennar hefur Kvenfélagasamband Íslands til sölu nokkrar vörur sem voru sérstaklega útbúnar í tilefni söfnunarinnar. Um er að ræða sérmerkt armbönd og súkkulaðipakka með þremur súkkulaðiplötum frá Omnom.

Armböndin fást í þremur litum: silfur, gull og rósagull með eftirfarandi áletrunum “Ég er kvenfélagskona” og “Kærleikur – samvinna – virðing” sem eru einkunnarorð kvenfélagskvenna. Armböndin fást einnig ómerkt með steinum.

Armbönd með áletrun kosta 3.500 kr | Armbönd með steinum kosta 4.500 kr | Súkkulaðipakkarnir kosta 3.500 kr.

Armböndin má nálgast í vefverslun söfnunarinnar, kvenfélagi í þinni heimabyggð, Kvenfélagasambandi Íslands og Evíta gjafavörur.